Röntgen er huggulegasti og skemmtilegasti bar Reykjavíkur.
Enda erum við ekkert að flækja hlutina. Við bjóðum upp á hlýlega stemningu, vinalega þjónustu og ljúfa tónlist. Við blöndum himneska kokteila, erum með frábært úrval af sérvöldum vínum á sanngjörnu verði (líka náttúruvín!) og seljum fyrirtaks bjóra á krana og í flöskum. Á seðlinum eru líka afbragðs kokteilar og bjórar án áfengis.
Á sunnudögum og mánudögum eru vín og ostar í forgrunni. Miðvikudaga og fimmtudaga spila plötusnúðar seiðandi tóna. Á föstudögum og laugardögum setjum við í hærri gír og gestirnir reima á sig dansskóna þegar líða tekur að miðnætti.
Við erum líka stundum með pöbbkviss, tónleika, karaoke eða annars konar viðburði eftir stemningu. Það er best að fylgjast með dagskránni á instagram.
Komdu á Röntgen og skálaðu við kollegana eftir vinnu, kíktu í drykk og smábita á leiðinni á tónleika eða í leikhús, hittu gömlu vinina yfir hanastéli - eða djammaðu inn í nóttina um helgina. Við tökum glöð á móti þér.
Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir eða ábendingar ekki hika við að hafa samband: rontgen [hjá] rontgenbar.is
Um Röntgen.





